Fréttir

19.12.2008

Stekkjastaur í Kjósinni

  • frett_19122008_2

Sunnudaginn 7. desember bauð Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktar ríkisins, samstarfsfélögum sínum á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í jólatráaferð í skóginn í Kjósinni. Þar tók Stekkjarstaur á móti þeim með heitu súkkulaði, flatkökum og söng.

Fjölskyldurnar völdu sér síðan jólatré; ýmisst rauðgerni, blágreni, stafafuru eða sitkagreni, allt eftir smekk og þörfum. Stekkjarstaur gekk með börnin í gegnum skóginn, útdeildi gjöfum og týndi niður úr trjánum salgætispoka handa börnum og unglingum. Af þessu tilefni smíðaði Ólafur trektina hér að neðan svo gestirnir gætu sett jólatré sín í net og komið þeim fyrir í bílum sínum.


frett_19122008_3
banner3