Fréttir

12.12.2008

Veldu þér lifandi íslenskt jólatré

Um helgina spáir ágætis veðri, sérstaklega á laugardag, en þá á að vera bjart um land allt og dálítið kalt. Því er upplagt að skreppa í skógana um helgina og velja sér lifandi íslenskt jólatré. Starfsmenn Skógræktar ríkisins verða í skógunum á eftirfarandi tímum um helgina:

Austurland: Hallormsstaðarskógur (mæting við trjásafn) - sunnudagurinn 14. desember frá 13:00 – 16:00.

Suðurland: Haukadalsskógur - sunnudagurinn 14. desember frá 12:00 - 15:00.

Vesturland: Selskógur - 13. og 14. desember frá 11:00 - 16:00.

Norðurland: Jólatré Skógræktar ríkisins á Norðurlandi eru seld í Kjarnaskógi.

Skógræktarfélög um allt land bjóða fólki einnig að koma í sína skóga til að velja sér jólatré. Nánari upplýsingar má finna á jólavef félagsins.

Á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga má finna góðar upplýsingar um ólíkar tegundir jólatrjá. Einnig eru þar upplýsingar um að hverju ber að huga við meðhöndlun trjánna.

 
banner4