Fréttir

11.12.2008

Nýjar nýtingaráæltanir

Út eru komnar nýtingaráætlanir fyrir fjögur svæði í Dalasýslu. Þau eru Ytra-Fellsreiturinn og Skógar á Fellsströnd, Hjarðarholtsreiturinn í Laxárdal og Ketilstaðareiturinn í Hörðudal.

Ytra-Fellsreiturinn er samtals um 15,5 hektarar. Gróðursetningar eru frá árunum 1950 til 1969 og flatarmál þeirra er um 8,4 hektarar. Gert er ráð fyrir tölverðri grisjun og bilun í reitnum á svæðum sem samtals eru um 8,4 hektarar.

Jörðin Skógar er um 600 hektarar að stærð. Kortlagða svæðið neðan þjóðvegar sem áætlunin nær yfir er um 17 hektarar og afgirta svæðið ofan þjóðvegar 130 hektarar. Búið er að gróðursetja  í um eins hektara svæði neðan vegar og áætlað er að gróðursetna í um 4,5 hektara svæði á næstu 10 árum.

Hjarðarholtsreiturinn er 1,6 hektarar að stærð. Til Hjarðarholtsreitarins var stofnað 1928. Hann þykir merkilegur fyrir þær sakir að hann tilheyrir einum af 11 birkisáðreitum sem Kofoed-Hansen stofnaði til víðsvegar um land á árunum 1927 til 1933. Aðrar gróðursetningar eru væntanlega frá tímabilinu 1960 til 1970. Gert er ráð fyrir að grisja og snyrta 0,7 hektara svæði í reitnum á næstu 10 árum.

Ketilstaðareiturinn er um 4,9 hektarar að stærð. Flatarmál gróðursetninga er um 1,9 hektarar.

Áætlað er að gróðursetja á næstu 10 árum 4000 plöntur í um 2,5 hektara svæði.
banner2