Fréttir

09.12.2008

Mest að gera í arinviðnum

  • frett_09122008_1

Á Norðurlandi hefur starfsfólk Skógræktar ríkisins höggvið jólatré síðustu vikur, eins og annars staðar á landinu. „Við sendum frá okkur jólatré, en þó ekki mikinn fjölda,” segir Sigurður Skúlason, skógarvörður á Norðurlandi. „Þetta eru á bilinu 100-200 jólatré. Bæði er um að ræða heimlistré sem eru seld í verslunum og torgtré sem sveitafélög kaupa. Við seljum líka töluvert af greinum í jólaskreytingar.”

Starfsfólk Skógræktar ríkisins á Norðurlandi hefur nóg fyrir stafni. „Mest er að gera í arinviðnum,” segir Sigurður. „Við framleiðum og seljum arinvið til ýmissa aðila, t.d. til bensínstöðva, en þar er hægt að nálgast arinviðinn í handhægum pokum. Einnig fer stór hluti framleiðslunnar á pizzastaði sem eldbaka pizzurnar.”
banner3