Fréttir

05.12.2008

Hvar fást íslensk jólatré?

Skógrækt ríkisins býður alla velkomna í skóganna fyrir jólin til að velja sér jólatré, enda er það orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra.

 

Austurland
Laugardaginn 13. desember verður markaðsdagur Félag skógarbænda á Héraði, Skógræktar ríkisins, Barra hf og Héraðs- og Austurlandsskóga haldinn í húsakynum Barra á Valgerðarstöðum í Fellum. Jólatré Skógræktar ríkisins verða seld þann dag og alla daga fram að jólum hjá Barra. Einnig getur fólk komið í Hallormsstaðarskóg (mæting við trjásafn) og höggvið sín eigin tré sunnudaginn 14. desember frá 13:00 – 16:00.

 

Suðurland:
Alltaf er hægt að leggja inn pantanir hjá skógarverðinum á Suðurlandi (s. 864-1102). Auk þess býður Skógrækt ríkisins á Suðurlandi fólki að höggva sín eigin tré í Haukadalsskógi sunnudagana 7. og 14. desember frá 12:00 - 15:00.

 

Vesturland:
Skógrækt ríkisins á Vesturlandi býður fólk velkomið í Selskóg til að höggva sín eigin tré helgarnar 13. og 14. desember og 20. og 21. desember frá 11:00 - 16:00.

 

Norðurland:
Skógrækt ríkisins á Norðurlandi selur sín jólatré í Kjarnaskógi, en býður ekki upp á að fólk geti höggvið sín eigin tré að þessu sinni. Þá þjónustu býður hins vegar Skógræktarfélag Eyfirðinga í Þelamörk allar helgar í desember frá 12:00 - 15:00.

 

Skógræktarfélög um allt land bjóða fólki einnig að koma í sína skóga til að velja sér jólatré. Nánari upplýsingar má finna á jólavef félagsins.
banner3