Fréttir

04.12.2008

Viðarafurðir á Hallormsstað

  • frett_04122008_1

Hjá Skógrækt ríkisins á Austurlandi hefur verið unnið sleitulaust við framleiðslu viðarafurða það sem af er vetri. Unnið hefur verið að margskonar verkefnum, t.d. hefur lerki verið flett í útipalla, m.a.við stöðvarhús Fljótsdalsvirkjunnar og mikil eftirspurn er eftir eldiviði, bæði úr birki og barrviði. Þessa daganna er svo verið að vinna lerki í 200 metra langa skjólgirðingu við Húsasmiðjunna á Egilsstöðum.

Lerkið sem unnið er í borðviðinn var gróðursett á Hallormsstað upp úr 1950. Á þeim tíma var gróðursetning og tilraunir með lerki að hefjast aftur á Hallormsstað eftir langt hlé eða allt frá því að Guttormslundur var gróðursettur 1938.


frett_04122008_2
banner3