Fréttir

22.06.2010

Ráðstefna og fjölskylduhátíð í Heiðmörk

  • Í Grundarreit
    (mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Föstudaginn 25. júní boðar Skógræktarfélag Reykjavíkur til ráðstefnu í Heiðmörk. Daginn eftir verður svo haldinn fjölskyldudagur þar sem verður m.a. boðið upp á þrautabraut, tréskurð og skógarleiki.

Ráðstefna í Heiðmörk

Elliðavatni, föstudaginn 25. júní frá kl 14:00-17:00

14:00 - Formaður setur ráðstefnu
14:10 - Efnahagslegt verðmæti Heiðmerkur: Daði Már Kristófersson og Kristín Eiríksdóttir
14:50 - Áhrif skógræktar á vatn og vatnsgæði: Bjarni Diðrik Sigurðsson
15:20 - Hlé: Nýbakað kerfilsbrauð og silungur úr vatninu
15:40 - Deiliskipulag Heiðmerkur: Óskar Örn Gunnarsson og Yngvi Þór Loftsson
16:20 - Framtíðarsýn: Lena Rut Kristjánsdóttir og Helga Sigmundsdóttir
17:00 - Ráðstefnuslit

Fjölskylduhátíð í Heiðmörk

Vígsluflöt, laugardaginn 26. júní frá kl 13:00-16:00

13:00 - Formaður flytur ávarp
13:10 - Borgarstjóri flytur ræðu og gróðursetur tré
13:30 - Rathlaupsfélagið Hekla stendur fyrir rathlaupi (orienteering)
Þrautabraut
Skógarleikir Helenu Óladóttur
Brasstríóið Masa
Amlóði, Hálfsterkur og Fullsterkur
Lúpínuviðureign á milli fylkinga
Tréskurðarlistamenn að störfum
Gómsætar veitingar á góðu verði
banner1