Fréttir

22.06.2010

Reimið á ykkur hlaupaskóna og brýnið keðjusagirnar

  • Fjölskylduhlaup
    Þátttakendur í fjölskylduhlaupi tilbúnir í slaginn.

Nú er rétti tíminn til að draga fram hlaupaskóna og gera klárt fyrir skógarhlaupið og smyrja og brýna keðjusagirnar fyrir þátttöku í Íslandsmeistaramótinu í skógarhöggi. Báðar keppnir fara fram Skógardaginn mikla, laugardaginn 26. júní nk.


Íslandsmeistaramótið í skógarhöggi

Ríkjandi Íslandsmeistari er Lárus Heiðarsson en hann hefur unnið titilinn þrisvar í röð. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum keppninnar munu keppendur í ár fá ,,alvöru" trjáboli að kljást við.
Við skorum á skógarhöggsmenn og -konur af öllum landshornum að mæta til keppni á Hallormsstað.

Upplýsingar um fyrirkomulag og skráning er hjá Skúla Björnssyni hjá Barra (s. 899-4371, netfang: barri[hjá]barri.is).

Skógarhlaupið

Bæði er boðið upp á 14 km hlaup og 4 km skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna. Verðlaunagripirnir eru ekki af verri endanum, útskornir gripir úr íslensku birki. Skráning fer fram á staðnum. Ræst er í skógarhlaupið kl. 12:00 en skemmtiskokkið kl. 12:30.

Frekari upplýsingar um Skógarhlaupið gefur Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað.

frett_22062010_1

frett_22062010_2


Texti: Héraðs- og Austurlandsskógar
Myndir: Héraðs- og Austurlandsskógar og Esther Ösp Gunnarsdóttir
banner5