Fréttir

15.06.2010

Útinám og leikir í skógi

  • frett_15062010_10
    Mynd: Ólafur Oddsson
Nú í sumar býur Menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á 5 eininga sumarnámskeið, Útinám og leikir í skógi, og fer það að öllu leyti fram í grenndarskógi skólans í Öskjuhlíð. Námskeiðið er keyrt á hagnýtum og verklegum nótum útináms í skógarumhverfi þar sem fléttað er saman skógarvistfræði, skógarmælingum, skógarhirðu, skógarnytjum, leikjum,tálgun, eldun, upplifun og uppeldisáherslum í útinámi. Tæplega 30 þátttakendur eru á námskeiðinu og koma þeir af leikskóla-, grunnskóla- og tómstundabraut HÍ. Námskeiðið er 5 eininga fjarnám með tveim virkum staðlotum. Í fyrri lotunni var móttaka 40 barna frá ÍTR í Vesturbæ Reykjavíkur undirbúin en nemendur munu setja upp stöðvafræðslu fyrir þau með fjölbreyttri dagskrá síðar í mánuðinum. Ekki þurfti að setja seglið á samatjaldið þar sem einmuna blíða var alla dagana.


Á myndunum má sjá nemendur í ýmsum verkefnum á námskeiðinu.

frett_15062010_1

frett_15062010_11

frett_15062010_12

frett_15062010_2

frett_15062010_3

frett_15062010_4

frett_15062010_5

frett_15062010_6

frett_15062010_8

frett_15062010_9

frett_15062010_7

Myndir og texti: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins
banner1