Fréttir

14.06.2010

Útilegusumarið hafið í Vaglaskógi

  • Næturgestir í Vaglaskógi
    (mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Sumarið fer vel af stað í Vaglaskógi. Aðsókn að tjaldstæðum skógarins var góð um helgina og margir voru á ferli í skóginum.

Vaglaskógur er meðal fjölsóttustu skóga á Íslandi. Skógurinn er skipulagður til útivistar með merktum göngustígum, vinsæl tjaldsvæði eru í skóginum og fjöldi sumarhúsa er í nágrenninu. Vaglaskógur er að jafnaði beinvaxnari og hávaxnari en aðrir íslenskir birkiskógar. Í Vaglaskógi hafa margir hjólhýsaeigendur leigt sér föst stæði fyrir hjólhýsin.

Margt var um manninn í Vaglaskógi í fyrrasumar og enn meiri sumarið áður. Miðað við langtíma veðurspár er líka margra gesta að vænta þetta sumarið.


Frekari upplýsingar um Vaglaskóg


Texti og mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Skógræktar ríkisins
banner2