Fréttir

11.06.2010

Skógarviðburðir í Heiðmörk og Mosfellsbæ

  • Vaglir á Þelamörk
    (mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Á sumrin er mikið um að vera í skógræktargeiranum. Áhugi á skógrækt hér á landi er töluverður og stunda margir garð-, sumarbústaðar- og jarðeigendur stunda skógrækt án sérstakrar félagsþátttöku. Flestir, rúmlega 7.000 manns, eru hins vegar meðlimir þeirra ríflega sextíu skógræktarfélaga sem starfrækt eru víða um land. Skógræktarfélögin standa fyrir ýsmum uppákomum og viðburðum og hér bent á tvo þeirra.

Í tilefni af 60 ára afmæli Heiðmarkar býður Skógræktarfélag Reykjavíkur upp á afmælisdagskrá vikuna 19. - 26. júní. Meðal þess sem boðið verður upp á er söguganga, fræðsla um jurtir skógarins, gönguferðir, tónleikar, ókeypis veiði í Elliðavatni og síðast en ekki síst stjórnar Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins, námskeiðinu Lesið í skóginn - tálgað í tré. Þetta námskeið hefur verið mjög vinsælt síðustu ár og oft færri komist að en vildu.

Í tilefni 80 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands mun Skógræktarfélag Mosfellsbæjar halda skógardag og listsýningu ásamt leikskólum bæjarins laugardaginn 12. júní.


Mynd og texti: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Skógræktar ríkisins
banner2