Fréttir

04.06.2010

Skógrækt í nýrri kortavefsjá

  • frett_04062010_1
    Mynd: Landbúnaðarháskóli Íslands

Opnuð hefur verið ný kortavefsjá á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands.

Á vefsíðu skólands segir:

Markmiðið með vefsjánni er að gera landfræðileg gögn sem til eru hjá skólanum aðgengileg öllum þeim sem vilja nýta sér þau. Í vefsjánni er hægt að skoða nokkur af þeim kortum sem unnin hafa verið á undaförnum árum innan skólans og í samstarfi við aðra. Með vefsjánni er opnað fyrir aðgang að nýju landnýtingarkorti, nýju jarðvegskorti og jafnframt er aðgangur að Nytjalandi endurvakinn. Einnig er kortlagning á rofi gerð aðgengileg auk ýmissa annarra korta.

Rétt er að benda áhugafólki um skógrækt sérstaklega á upplýsingar um ræktað skóglendi sem er að finna í vefsjánni.


Mynd: Vefsíða Landbúnaðarháskóla Íslands
banner2