Fréttir

13.10.2008

Síðustu dagar ljósmyndakeppninnar

Skógrækt ríkisins efnir til ljósmyndakeppni í tilefni af Evrópsku skógarvikunni 20.-24. október 2008. Nú þegar hefur fjöldi mynda borist í keppnina  og aðeins eru tveir dagar til stefnu. Hér má sjá reglur og leiðbeiningar kepninnar.

  • Þema keppninnar er haustlitir í skóginum og eiga myndirnar að sýna haustliti í skógi eða á einstökum trjám.
  • Hver þátttakandi má senda inn eins margar myndir og hann kýs.
  • Þátttakandi verður að eiga höfundarrétt á þeim myndum sem hann sendir í keppnina.
  • Skógrækt ríkisins áskilur sér rétt til að nota allar myndir sem sendar eru í keppnina, s.s. á vefsíðu, í kynningarbæklinga, á plaköt o.s.frv.
  • Dómnefnd skipuð af Skógrækt ríkisins velur þrjár verðlaunamyndir.
  • Síðasti dagur til að skila inn mynd er 15. október 2008.
  • Skila skal mynd ásamt fullu nafni og símanúmeri á netfangið esther@skogur.is.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar að mati dómnefndar og verða þau sem hér segir:

1. verðlaun: Stækkun á verðlaunamynd og 30.000 kr.
2. verðlaun: Stækkun á verðlaunamynd og 20.000 kr.
3. verðlaun: Stækkun á verðlaunamynd og 10.000 kr.

Auk þess verða 5 bestu myndirnar birtar í tímaritinu Ský og rafræn ljósmyndasýning verður sett upp á vefsíðu Skógræktar ríkisins með völdum myndum úr keppninni.

Úrslit verða tilkynnt í Evrópsku skógarvikunni 20.-24. október 2008.

 
banner4