Fréttir

20.10.2008

Evrópska skógarvikan

Í dag hefst Evrópska skógarvikan sem tileinkuð er skógum í 46 Evrópulöndum. Markmið vikunnar eru þrjú; að gera skógargeirann sjálfan sýnilegri, auk áhrifa hans á efnahagslíf og þjóðfélag, að auka meðvitun um mikilvægi þess að draga úr loftslagsbreytingum, varðveislu vatnsauðlynda og verndun umhverfisins og loks að hvetja til umræðu um skógrækt og skyld málefni innan annrra geira. Þetta gera þátttökulöndin með ýmsum hætti og bjóða m.a. upp á ráðstefnur, skógarferðir, fræðslu, plöntuni og listviðburði.

Ísland tekur að sjálfsögðu þátt í þessu góða verkefni og stendur fyrir tveimur viðburðum. Sá fyrri er ljósmyndakeppnin “Haustlitir í skógi” sem staðið hefur yfir síðan 15. september. Úrslit kepninnar verða tilkynnt á morgun. Einnig leitar Skógrækt ríkisins nú að hæsta tré landsins og munum við fjalla frekar um leitina, og að sjálfsögðu hæsta tré landsins, á næstu dögum.

Fylgist með hér á skogur.is
banner1