Fréttir

21.10.2008

Úrslit ljósmyndakeppninnar

Ljósmyndakeppninni "Haustlitir í skóginum" er nú lokið og hér má sjá vinningsmyndirnar fimm. Ljósmyndarar myndanna í þriggja efstu sætunum fá að launum peningaverðlaun og stækkanir á myndum sínum. Vinningsmyndirnar fimm hér að neðan birtast í næsta tölublaði Skýja. Auk þess verður á næstunni sett upp rafræn ljósmyndasýning hér á skogur.is með völdum myndum úr keppninni.

Um leið og við óskum vinningshöfum til hamingju viljum við þakka öðrum ljósmyndurum þátttökuna, en hún var gríðarlega góð því alls bárust 279 myndir í keppnina.

 

1. sæti
Páll Jökull Pétursson, fyrir mynd sína af haustlitum við Hraunfossa.

frett_21102008_11


2. sæti
Jóhannes Frank Jóhannesson, fyrir mynd sína af asparblaði í Laugardalnum.

frett_21102008_12


3. sæti
Óskar Kristinsson, fyrir mynd sína úr beikiskógi í Danmörku.

frett_21102008_13


4. sæti
Óskar Kristinsson, fyrir mynd sína af laufblöðum broddhlyns.

frett_21102008_14


5. sæti
Svala Jóhannsdóttir, fyrir mynd sína af birki.

frett_21102008_15

 


banner1