Fréttir

23.10.2008

Íslensk jólatré í kreppunni

Vegna óvissu í viðskiptalífi er ljóst að innflutningur á jólatrjám mun óhjákvæmilega dragast saman. Því velta margir fyrir sér hvort auðvelt verði að nálgast jólatré í búðum á aðventunni.

Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, ásamt Skógrækt ríkisins, hafa á undanförnum árum verið aðalframleiðandur íslenskra jólatrjáa. Mörg aðildarfélög Skógræktarfélags Íslands hafa undanfarin ár undirbúið aukningu á ræktun jólatrjáa og munu vissulega reyna að bregðast við aðstæðum eftir því sem kostur er. 

Árið 2005 undirrituðu Skógræktarfélag Íslands og Blómaval – Húsasmiðjan samstarfssamning um eflingu á framleiðslu á íslenskum jólatrjám.  Í samstarfinu er stefnt að því að auka ræktun og viðskipti með íslensk jólatré og að árið 2017 verði framboð á innlendum trjám orðið jafn mikið og innflutt tré.

Skógræktarfélögin og Skógrækt ríkisins munu sem áður gleðja landsmenn með jólatrjám og selja á sanngjörnu verði. Mörg skógræktarfélög framleiða gæða tré og bjóða einnig fyrirtækjum og einstaklingum að koma í skóglendi til að velja sér tré og upplifa náttúru landsins um leið. 
banner5