Fréttir

30.10.2008

Eru kynbætur trjáa skemmtilegri en hrossarækt?

Mánudaginn 3. nóvember kl. 15:00 mun Þorsteinn Tómasson flyta erindið Eru kynbætur trjáa skemmtilegri en hrossarækt? á Hvanneyri.

Þorsteinn Tómasson, skrifstofustjóri á matvæla- og þróunarskrifstofu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis fjallar um íslenskt birki á næstu málstofu LbhÍ. Í erindi sínu fjallar Þorsteinn um erfðavistfræðirannsóknir og kynbótastarf sitt á birki síðustu fjóra áratugi. Þorsteinn segir samanburðurinn við hrossarækt einkum þjóna þeim tilgangi að myndgera þá margvíslegu möguleika sem felast í rannsóknum á birki.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt er rétt að benda á að erindi Þorsteins verður sent út á netinu, eða á slóðinni: http://www.lbhi.is/utgafumalogkynning/malstofa
banner1