Fréttir

13.04.2010

Dýrahjörð Dieter Roth endursköpuð

  • frett_13042010_13
    Mynd: Hrefna Egilsdóttir


Í tilefni nýafstaðins HönnunarMars unnu tólf listamenn að hönnun nytjahluta úr tré. Frumkvæðið að þessu verkefni átti Eyjólfur Pálsson, húsgagnahönnuður og kaupmaður í Epal. Hann segist hafa fengið hugmyndina þegar hann dvaldi í fræðimannaíbúð á Skriðuklaustri í Fljótsdal fyrir um hálfu ári. Eyjólfur hefur mikinn áhuga á íslensku hráefni og fékk Skógrækt ríkisins með sér í lið. Listamennirnir tólf tengjast allir Austurlandi með einum eða öðrum hætti, eru ættaðir þaðan eða hafa taugar til fjórðungsins.  fengu þær leiðbeiningar að hönnunin þyrfti að vera nytjahlutur. Efnið kom frá Skógrækt ríkisins og trésmíðaverkstæði á Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu framleiddu frumgerðir hlutanna. Afraksturinn varð margvíslegur, eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Eitt af því sem listamennirnir réðust í var hönnun dýra að fyrirmynd Dieter Roth en þau upprunalegu voru gerð árið 1962. Dýrin voru smíðuð úr lerki.

Verkefnið var unnið í samstarfi við Menningarráð Austurlands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Skógrækt ríkisins.


frett_13042010_11


frett_13042010_14


frett_13042010_12

frett_13042010_15

Myndir: Hrefna Egilsdóttir, Hallormsstað
banner2