Fréttir

06.04.2010

Kolefnisbinding og skógrækt

  • Frétt 9. sept. 2009 - loftslagsmál
Fimmta opna hús skógræktarfélaganna árið 2010 verður þriðjudagskvöldið 6. apríl og hefst kl. 20:00 í fundarsal Arion-banka, Borgartúni 19 (á jarðhæð). Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og er salurinn svo á vinstri hönd.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, brautarstjóri skógfræði og landgræðslu við Landbúnaðarháskóla Íslands, mun fjalla um kolefnisbindingu og skógrækt. Fjallað verður um kolefnishringrás jarðar og mikilvægi skóga og skógræktar í henni. Hverjir eru möguleikarnir að vinna á móti síhækkandi styrk gróðurhúsalofttegunda með skógrækt og öðrum breytingum á landnýtingu? Mikilvægi skógræktar og annarrar landnýtingar í mótvægisaðgerðum íslenskra stjórnvalda gegn loftslagsbreytingum. Einnig verður gefið yfirlit yfir íslenskar rannsóknir á kolefnisbindingu með skógrækt og stöðu þekkingar á þeim málum í dag.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


banner4