Fréttir

27.08.2008

Fræsöfnun meðal almennings

  • frett_27082008_1

Hekluskógar leita þessa dagana til almennings um söfnun á birkifræi. Mikið fræ er á birki víða um Suðurland og vilja forsvarsmenn verkefnisins því nýta tækifærið og fá sem mest birkifræ til sáninga í Hekluskóga. Því fræi sem safnast verður sáð í haust víðsvegar um Hekluskóga.

Í einu grammi af birkifræi geta verið 500 - 1000 spírandi fræ, svo fljótlegt er að safna töluverðu magni fræja. Hekluskógar hvetja almenning til að njóta fagurra haustlita og safna birkifræjum í leiðinni.

Senda má birkifræið til Hekluskóga í Gunnarsholti á Hellu eða afhenda það hjá Suðurlandsskógum á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands. Í Reykjavík er móttaka á fræi í gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal. Þar mun Orkuveita Reykjavíkur aðstoða Hekluskóga og vera með ílát sem hægt er að afhenda fræið beint í.

Starfsfólk Hekluskóga þakkar kærlega þeim sem sjá sér fært að styðja við verkefnið á þennan hátt. Allar frekari upplýsingar um birkifræ og fræsöfnun má nálgast hér.
banner2