Fréttir

27.08.2008

Ekki skemmdir, heldur könglar

  • frett_27082008

Nú síðla sumars hefur roði á greni valdið áhugafólki um skógrækt áhyggjum og hafa einhverjir óttast að um miklar skemmdir sé að ræða. Sú er þó sem betur fer ekki raunin því trén eru einfaldlega rauðbrún af könglum.

Í vor var mikil blómgun á mörgum grenitegundum, m.a. sitkagreni og rauðgreni. Sumar var gott fyrir fræþroska og núna eru trén orðin brún að sjá vegna könglanna. Á meðfylgjandi mynd má sjá sitkagreni í Þjórsárdal. Mest er um köngla ofarlega í trjákrónunni og því er erfi hluti trjánna brúnn. Grenið blómstrar um þrjátíu ára aldurinn og mikið um og upp úr fertugu. Því eru það gömlu, stóru trén sem nú eru þakin könglum. Þetta er að sjálfsögðu mikið ánægjuefni fyrir skógrækt í landinu því í haust verður fræfall mikið og fræið örugglega gott þetta árið.
banner2