Fréttir

22.08.2008

Velkomin(n) í skógarbásinn okkar á Landbúnaðarsýningunni

  • frett_22082008_1

Um helgina mun Skógrækt ríkisins taka þátt í Landbúnaðarsýningunni á Hellu, ásamt Hekluskógum og Suðurlandsskógum. Stofnanirnar þrjár taka höndum saman og sýna starfsemi sína í glæsilegum útibás sem umlukinn er litlum skógi. Við bjóðum áhugafólk um skógrækt velkomið í básinn til okkar en þar gefur að líta ýmislegt forvitnilegt sem á einn eða annan hátt tengist skógrækt.


Opnunartímar sýningarinnar eru sem hér segir:

Föstudagur 22. ágúst 2008, kl. 14.00-20.00 (miðasala hefst kl. 14, lokar kl. 19.00)
Laugardagur 23. ágúst 2008, kl. 10.00-20.00 (miðasala lokar kl. 19.00)
Sunnudagur 24. ágúst 2008, kl. 10.00-18.00 (miðasala lokar kl. 17.00)

Hér að neðan eru þeir Theodór Guðmundsson og Sigmar Sigurbjörnsson en þeir hafa, ásamt Guðmundi Ragnarssyni, plantað litlum skógi í kringum útibásinn. Básinn (sem verið er að reisa á myndinni hér að ofan) hefur skógarteymi, undir stjórn Einars Óskarsson úr Haukadal, smíðað og sett upp síðustu daga. 


frett_22082008_2

frett_22082008_3
banner3