Fréttir

20.08.2008

Undirbúningur fyrir Landbúnaðarsýninguna

  • frett_20082008_1

Næstkomandi helgi mun Skógrækt ríkisins taka þátt í Landbúnaðarsýningunni á Hellu, ásamt Hekluskógum og Suðurlandsskógum. Stofnanirnar þrjár taka höndum saman og sýna starfsemi sína í glæsilegum útibás sem umlukinn verður skógi.

Á vefsíðu Landbúnaðarsýningarinnar segir:

"Í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands 2008 verður haldin glæsileg og viðamikil landbúnaðarsýning á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 22.-24. ágúst 2008. Landbúnaðarsýningin á Hellu 2008 verður ein stærsta sýning sinnar tegundar sem haldin hefur verið hérlendis um árabil. Sýningin verður þróunar- og tæknisýning jafnframt því sem hún mun kynna hlutverk og stöðu íslensks landbúnaðar í þjóðfélaginu.

Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytileika íslensks landbúnaðar, hátt tæknistig og þá miklu þekkingu sem er til staðar innan greinarinnar. Sýningin verður fjölbreytt og viðamikil; hvort tveggja í senn metnaðarfull fagsýning fyrir landbúnaðinn og tengdar greinar og neytendasýning fyrir almenning."

Opnunartímar sýningarinnar eru sem hér segir:
Föstudagur 22. ágúst 2008, kl. 14.00-20.00 (miðasala hefst kl. 14, lokar kl. 19.00)
Laugardagur 23. ágúst 2008, kl. 10.00-20.00 (miðasala lokar kl. 19.00)
Sunnudagur 24. ágúst 2008, kl. 10.00-18.00 (miðasala lokar kl. 17.00)

Undirbúningur fyrir sýninguna er nú í hámarki. Það var vaskur hópur sem plantaði litlum skógi og reisti skógarskála á útisvæðinu í dag. Myndir frá undirbúngi má sjá hér að neðan.

frett_20082008_2

frett_20082008_3

frett_20082008_4
banner1