Fréttir

17.07.2008

Skógartónleikar

  • frett_17072008

Sunnudaginn 20. júlí kl. 14:00 halda Skógrækt ríkisins og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs stórtónleika í Mörkinni á Hallormsstað. Hinn eini sanna DJ Kiddi videofluga mun hita tónleikagesti upp áður en þeir Rúnar Júl og Bjartmar Guðlaugsson stíga á svið.

Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr. og fer forsala fram í BT á Egilsstöðum og veitingaskálanum Laufinu á Hallormsstað. Einnig verður hægt að kaupa miða við innganginn.
banner3