Fréttir

08.03.2010

Opið hús skógræktarfélaganna: Virði Heiðmerkur

  • skograektarf_isl_logo

Þriðja opna hús ársins skógræktarfélaganna verður þriðjudaginn 9. mars, í fundarsal Arion-banka, Borgartúni 19, kl. 20:00. Að þessu sinni segir Daði Már Kristófersson, lektor í náttúruauðlindahagfræði hjá Háskóla Íslands, frá rannsókn á virði Heiðmerkur.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
banner3