Fréttir

19.06.2008

Listsýning í Grundarreit

  • frett_19062008_1

Þessa dagana stendur sýningin Staðfugl - farfugl yfir í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða útisýningu á verkum sem öll hafa sameiginlegt viðfangsefni, fugla og eru verkin staðsett á víð og dreif um sveitina.

Sýningin stendur yfir til 15. september og má nálgast frekari upplýsingar um hana hér.

Í góðu skjóli skóga er upplagt að sýna listaverk og er nokkur verk sýningarinnar m.a. að finna í Grundarreit í Eyjafirði. Stofnað var til reitarins árið 1900 þegar þar var gerð tilraun til að rækta skóg af innfluttum trátegundum í útjörð á bersvæði. Skógurinn hefur verið aðgengilegur almenningi síðan 1994, en í honum liggja göngustígar og trjátegundir eru merktar meðfram stígunum.

frett_19062008_1Fjögur verk eru nú til sýnis í Grundarreit og hér gefur að líta tvö þeirra.


Á efri myndinni má sjá verkið What does the bell-bird do in Africa? eftir Franz P. V. Knudsen. Fuglahópurinn sveimar um tréð og ræðir atburði nýliðins vetrar í Afríku.


Á neðri myndinni gefur að líta verkið Beate eftir Beate Stormo frá Noregi sem búsett er í Eyjafjarðarsveit.


frett_19062008_2
banner5