Fréttir

12.06.2008

Skólastarf í grenndarskógum á vordögum

  • frett_12062008_1

Verkefni Lesið í skóginn heldur áfram og ýmislegt hefur verið um að vera í grunnskólunum nú á vordögum.

Þann 26. maí sl. fagnaði Árbæjarskóli því að hafa fengið úthlutað svæði í Elliðaárdal til að gera að sínum grenndarskógi. Skógurinn á að stuðla að fjölbreyttari kennslu og aukinni útvist nemenda.

Nokkrum dögum síðar var vorhátíð foreldrafélags Álftamýrarskóla haldin þar sem lögð var áhersla á að byggja upp aðstöðu til leikja og kennslu á skólalóðinni úr skógarefni. Byrjað var að reisa skýli á skólalóðinni til að bæta aðstöðu til útikennslu, settur var upp klifurveggur og róla. Einnig voru settir upp bekkir og fánastengur í grenndarskóginum sem nemendur unnu við að afberkja og snyrta í fyrravetur.

Í Selásskóla lauk þemadögum í síðustu viku með heimsókn í grenndarskóg skólans við Rauðavatn þar sem haldið var víðavangshlaup, farið í leiki, grillað saman o.fl. Dagana áður höfðu nemendur skólans unnið að fjölbreyttum verkefnum í grenndarskóginum, s.s. lagt stíg í gegnum skóginn, snyrt gróður, sett upp skjólvegg og búið til vindhörpu.


frett_12062008_2

frett_12062008_3

frett_12062008_4

banner5