Fréttir

11.06.2008

Kynningarstjóri ráðinn

  • frett_11062008

Esther Ösp Gunnarsdóttir hefur verið ráðin kynningarstjóri Skógræktar ríkisins. Esther Ösp er 24 ára Austfirðingur og hefur áður starfað sem kennari og upplýsingafulltrúi. Hún lýkur í sumar BA-gráðu í íslensku og fjölmiðlafræði.

Esther Ösp mun m.a. hafa umsjón með vefsíðu Skógræktarinnar, tengslum við fjölmiðla og ýmsum útgáfu- og kynningarmálum. Netfang hennar er esther[hjá]skogur.is og símanúmer 471-2100 / 663-0669.
banner2