Fréttir

05.03.2010

Eldgos í þjóðskógum?

  • frett_05032010
    Mynd: Veðurstofa Íslands

Þjóðskógarnir í Þórsmörk og Goðalandi eru skammt norðan Eyjafjallajökuls en þar hefur mikil skjálftavirkni mælst síðustu daga.

Almannavarnir hófu í dag viðbragsáætun á fyrsta háskastigi vegna jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Nú hefur skjálftahrinan staðið yfir síðan á miðvikudag og er tíðni skjálftanna sú mesta sem mælst hefur. Stærstu skjálftarnir hafa verið af stærðargráðunni 2 til 3 Richter og flestir á 7 til 10 km dýpi. Mælingar síðustu vikna hafa sýnt landris og þenslu á svæðinu í kringum jökulinn.

Síðast gaus í Eyjafjallajökli árin 1821-1823 og þar áður árið 1612. Gos í Eyjafjallajökli hafa að jafnaði hafist rólega en færast svo jafnt og þétt í aukana. Árin 1994 og 1999 var mikil skjálftavirkni í jöklinum en talið er að þá hafi verið um að ræða kvikuinnskot djúpt í fjallinu.Mynd: Veðurstofa Íslands

Texti: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynnningarstjóri Skógræktar ríkisins
banner2