Fréttir

04.03.2010

Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum

  • frett_04032010(1)
Ásrún Elmarsdóttir, plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, flytur erindi sitt og Olgu Kolbrúnar Vilmundardóttur „Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum á Íslandi“ miðvikudaginn 10. mars nk. í sal söngskólans Domus Vox að Laugavegi 116, 2. hæð frá kl. 12:15-13:00. Erindið er hluti fræðsluerindaraðar Hrafnaþings sem Náttúrufræðistofnun stendur fyrir yfir vetrartímann og er að jafnaði annan hvern miðvikudag í hádeginu.

Háhitasvæði landsins liggja öll á gosbeltum landsins og eru um tuttugu talsins. Bæði innanlands og utan er í vaxandi mæli litið til þeirra sem álitlegra kosta til virkjunar jarðvarma en einnig eru þau mikilvæg út frá sjónarhorni útivistar og náttúruverndar. Jarðhiti er sá umhverfisþáttur sem einkennir háhitasvæðin einna mest og skapar aðstæður sem eru ólíkar umhverfinu í kring. Þessar aðstæður geta haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif á lífverur og ráða miklu um hvaða tegundir þrífast. Hér á landi finnast plöntutegundir sem bundnar eru hita í jarðvegi og aðrar sem sækja í hitann en einnig skapar jarðhitinn hagstæð skilyrði fyrir tegundir sem annars finnast einvörðungu á hlýrri landsvæðum.Mynd og texti: Náttúrufræðistofnun Íslands
banner2