Fréttir

26.05.2008

Hnaustrjáavertíð á fullu

  • frett_26052008(1)

Nú er sá tími árs sem garðeigendur huga að gróðursetningu og vilja þeir gjarnan fá tré sem orðin eru sæmilega stór. Skógrækt ríkisins hefur selt hnaustré (stærri tré með rótarhnausinn vafinn í striga) úr þjóðskógunum í marga áratugi og er stór hluti trjáa í görðum landsmanna þannig til kominn. Til dæmis er að finna í starfskýrslum skógarvarðarins á Suðurlandi frá miðjum 4. áratug síðustu aldar lýsingu á því að birkiplöntur voru grafnar upp í Þórsmörk og fluttar á hestum niður að þjóðvegi og svo til Reykjavíkur á vörubíl. Í þá daga náði Reykjavík vart út fyrir svæðið sem nú kallast í daglegu tali 101 og má enn finna gamalt Þórsmerkurbirki í stökum görðum þar.

Á myndin sjást starfsmenn Skógræktarinnar á Vesturlandi að vinna við að taka upp sitkagreni á Stóru-Drageyri í Skorradal og nota til þess léttar vélar sem komast um landið án þess að skemma það. Þannig nýtist taka hnausplantna vel sem grisjun því menn eru ekki bundnir við að taka eingöngu tré nálægt vegum.
banner4