Fréttir

19.05.2008

Heimsókn í Haukadalsskóg

  • frett_19052008(3)

Föstudaginn 16. maí skoðuðu nokkrir starfsmenn Skógræktar ríkisins útkomu grisjunar með grisjunarvél (Græna Drekanum) í Haukadalsskógi. Grisjað var með vélinni síðsumars 2007 og vorið 2008 í blönduðum sitkagreni og stafafuruskógi sem gróðursettur var í framræst og plægt land 1967. Ýmsir erfiðleikar komu fram í sambandi við notkun grisjunarvélarinnar á þessum stað, sem verða þó ekki tíundaðir hér. Það sem máli skiptir er að hér fæst dýrmæt reynsla sem nýtast mun við ákvarðanatöku um grisjun annarsstaðar. Á myndinni eru Þorbergur Hjalti Jónsson skógarvörður og Jón Loftsson skógræktarstjóri að skoða grisjaða svæðið. Sjá má að blautur jarðvegur var meðal vandamálanna.
banner4