Fréttir

03.04.2008

Ný tegund af veggklæðningu

  • frett_03042008(1)

Ýmsar skemmtilegar útfærslur má vinna úr Islensku lerki. Á veitingastaðnum Gló í Listhúsinu í Laugardal hefur allstór veggur verið klæddur með lerkiskífum. Efnið kom úr Hallormsstaðaskógi og var sagað niður úr 1m lerkibolum af ýmsum stærðum. Veggurinn gefur rýminu mikinn karakter og hlýleika. Í salnum er einnig að finna íslenskan arinn eftir hönnunartvíeykið hjá Secret North með tilvísun í Sölva Helgason.
banner2