Fréttir

26.03.2008

Samvinna milli deilda

  • frett_26032008(1)

Yfir vetrartímann þegar starfsmannahald er í lámarki, verður vinna í skógi oft ódrjúg. Deildir Skógræktar ríkisinsá Vestur – og Suðurlandi ákváðu því að hafa samvinnu um starfmannaskipti. Í febrúar fór starfsmaður Sr á Vesturlandi í Þjórsárdal og vann  við grisjun  í þrjár vikur.  Vikuna  10. – 14. mars komu svo tveir  starfsmenn  frá Suðurlandi og unnu við grisjun í Skorradal.  Grisjað var í  rauðgrenireit á Stálpastöðum. Gróðursett var í reitinn árið 1958 og var meðalhæð trjánna um 10 metrar.  Vinnan gekk afar vel, ekki síst að skoða  aðstæður á öðrum svæðum og spjalla um fagleg mál.
banner3