Fréttir

11.03.2008

Vígsla Höfðavatns

  • frett_11032008(1)

Hestamönnum á Fljótsdalshéraði var boðið að koma og vera viðstaddir þegar Höfðavatn hið nýja var formlega tekið í notkun.  29 knapar með hesta sína og hátt í 20 manns að auki mættu þegar klipp var á boða og reiðleiðir sem hafa verið lagðar á ísinn voru prófaðar.

Búið var að ryðja nokkrar brautir á ísnum og flaggað var við innganginn.  Jón Loftsson skógræktarstjóri bauð menn velkomna og sagði frá tilurð Höfðavatns hins nýja, Þráinn Lárusson bæjarstjórnamaður klippti á borðan og lýsti svæðið formlega opnað fyrir almenning.  Eftir að reiðmenn höfðu tekið gæðinga sína til kostana á ísilögðu vatninu var boðið uppá ketilkaffi og lummur.

Um Höfðavatn.  Höfðavatn er í landi jarðarinnar Höfða sem Skógrækt ríkisins eignaðist 1992.  Vatnið liggur við fjallsræturnar neðan við Höfðaskóg.  Það eru um 4 km í loftlínu frá Egilsstöðum.  Í Höfðavatni var stararheyskapur og á 19 öld var vatnið stíflað og vatn notað í áveitur á túnunum við bæinn.  Eldri stíflan var brostin fyrir löngu en vorið 2007 var stíflan endurreist og nær nú yfirborð vatnsins að þekja 10 ha lands.  Við þessa náttúruperlu er mjög fljölskrúðugt fuglalíf að sumarlagi, á veturnar er góður og öruggur ís sem hestamenn geta nýtt sér og þá eru þarna ákjósanlegar aðstæður til skautaiðkunar.  Það er von Skógræktar ríkisins að almenningur muni nýta sér þessa aðstöðu í þjóðskóginum á Höfða í auknu mæli í framtíðinni.
banner3