Fréttir

19.02.2010

Tálgað í Borgarnesi

  • frett_19022010(1)
Einu sinni í viku hittist hópur á vegum Rauða krossins í Borgarnesi og lærir að tálga og vinna með ferskan við. Eins og á hefðbundnum námskeiðum á vegum Lesið í skóginn læra þátttakendur fyrst af öllu tálgutæknina, þ.e.a.s. tálga bæði að sér og frá og læra að brýna og halda góðu biti í áhöldunum. Þeir skefta einfaldan nytjahlut, s.s. ostahníf, læra að kljúfa efni í smjörhníf og síðan taka við flóknari verkefni, t.d. ausu- og bollagerð. Leiðbeinandi á námskeiðunum er fræðslustjóri Skógræktar ríkisins, Ólafur Oddsson.

frett_19022010(2)

Myndir og texti: Ólafur Oddsson, fræðslustjóri Skógræktar ríkisins.
banner5