Fréttir

17.02.2010

Fræðaþing landbúnaðarins

  • frett_17022010
    (mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Fræðaþing landbúnaðarins 2010 verður haldið í Bændahöll (Hótel Sögu) dagana 18. – 19. febrúar nk. Fræðaþingið er samvinnuverkefni níu stofnana sem tengjast landbúnaði og eru eftirfarandi: Bændasamtök Íslands ásamt búnaðarsamböndunum í landinu, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matvælastofnun, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Háskólinn á Hólum, Veiðimálastofnun, Hagþjónusta landbúnaðarins og Matís.

Fræðaþing landbúnaðarins er hægt að rekja aftur til ársins 1952 þegar fyrsti Ráðunautafundurinn var haldinn en þá kallaði Búnaðarfélag Íslands (forveri Bændasamtaka Íslands) búfjárræktarráðunauta saman frá búnaðarsamböndunum til skrafs og ráðagerða í Reykjavík. Ráðunautafundir hefjast nú á miðvikudeginum 17. febrúar (fyrir Fræðaþing sem er sett á fimmtudegi) og halda áfram daginn eftir fram að hádegi.

Á vef Bændasamtaka Íslands er hægt að skrá sig rafrænt til þátttöku. Ráðstefnugjald er kr. 10.000 (innifalið fundargögn og kaffi/te) en nemar fá ókeypis aðgang gegn framvísun nemendaskírteinis.

Dagskrá Fræðaþing landbúnaðarins 2010 má sjá hér.Texti: Landbúnaðarháskóli Íslands

Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Skógræktar ríkisins
banner4