Fréttir

15.02.2010

Tuttugasti grenndarskógurinn

  • frett_15022010-(3)
Föstudaginn 12. febrúar var skrifað undir grenndarskógarsamning við Tjarnarskóla. Undirskriftin fór fram í miðborg Reykjavíkur í sumarblíðunni í Mæðragarðinum sem er handan Lækjargötunnar, beint á móti skólanum.

Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri, skrifaði undir fyrir hönd skólans, Þórólfur Jónsson, garðyrkjusstjóri, fyrir hönd Umhverfissviðs og Valgerður Janusdóttir fyrir hönd Menntasviðs. Á myndinni hér að neðan eru Margrét (lengst t.v.), Þórólfur og Valgerður en á milli þeirra stendur Viktoría Gísladóttir, kennari í Tjarnarskóla. Hún kynnti Lesið í skóginn-verkefnið sem hún vann í kennaranámi sínu.

frett_15022010-(1)Stúlknahópur spilaði og söng tvö lög eftir undirskriftina og ræðuhöld. Að því búnu var boðið upp á heitt súkkulaði og nýbakaðar kleinur.

Tjarnarskóli er tuttugasti skólinn í Reykjavík sem skrifar undir grenndarskógarsamning við Lesið í skóginn. Skólinn mun ekki fá til umráða neitt sérstakt svæði sem grenndarskóg, heldur vinna með garða og trjágróður í miðborginni í skólastarfinu. Þar er enda af nógu að taka, bæði hvað varðar fjölbreytni trjágróðursins og aldrur einstakra trjáa.

frett_15022010-(2)


Myndir og texti: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins
banner4