Fréttir

08.02.2010

Opið hús skógræktarfélaganna

  • skograektarf_isl_logo

Fyrsta opna hús ársins verður þriðjudaginn 9. febrúar, í fundarsal Arion-banka, Borgartúni 19, kl. 20:00. Efnið að þessu sinni er fræðsluferð Skógræktarfélags Íslands til Noregs síðast liðið haust. Brynjólfur Jónsson og Johan Holst munu segja í máli og myndum frá ferðinni. Ferðasagan verður rakin og fjallað um skóga, trjátegundir og skógarnytjar, en Norðmenn eru mikil skógaþjóð.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
banner2