Fréttir

02.02.2010

Þúsund tonn timburs flutt

  • frett_02022010(1)
    Mynd: Hálstak, Tryggvi Valur Sæmundsson
Skógarhöggsvélin sem hefur verið við störf á Stálpastöðum

í Skorradal síðan fyrir jól, hefur nú lokið vinnu sinni. Grisjunarátakinu sem þar hefur staðið yfir síðustu mánuði er því lokið.

Við sögðum frá því um miðjan janúar að 800 tonn af timbri hefðu verið flutt að járnblendiverksmiðjunni við Grundartanga og von væri á 200 tonnum til viðbótar. Þau hafa nú skilað sér og því stendur 1000 tonna timburstafli við verksmiðjuna sem bíður þess að vera kurlaður.

Vélaþjónustan Hálstak hefur séð um flutning alls viðarsins úr Skorradal á síðustu vikum. Er þetta stærsta verk Hálstaks hingað til. Lestun, flutningur og losun hefur gengið að óskum og hvorki orðið slys á fólki né skemmdir á tækjum.

Hér má sjá nokkrar myndir frá flutningunum.

frett_02022010-(2)

frett_02022010-(3)

frett_02022010-(4)

frett_02022010-(5)

frett_02022010-(7)

frett_02022010-(8)


Texti: Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Skógræktar ríkisins
Myndir: Kristín Jónsdóttir, Vélaþjónustan Hálstak
banner4