Fréttir

09.06.2009

Skógrækt ríkisins skapar störf

  • frett_09062009

Hjá Skógrækt ríkisins hafa nú verið ráðnir nokkrir starfsmenn sem vinna að grisjun næsta hálfa árið. Markmiðið er að þjálfa upp hóp manna sem verður liðtækur í grisjun á næstu árum því mikil eftirspurn er eftir innlendum viði. Viðurinn nýtist í ýmsar afurðir, allt frá arinviði og kurli til tilburs sem notað er við klæðningar á hús, auk ýmiss smíðaviðar. Samhliða því að mæta aukinni eftirspurn eftir viði skapar Skógrækt ríkisins því einnig störf, bæði tímabundin og til framtíðar.

Starfsmennirnir sem sjást á myndinni hér til hliðar eru þeir Magnús Fannar Guðmundsson og Daníel Hrafn Ólafsson. Þeir munu verða við vinnu í Þjórsárdal og Haukadal næstu mánuði.


Mynd: Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi.
banner5