Fréttir

03.04.2009

Ráðstefna: skógar efla lýðheilsu fólks í þéttbýli

Dagana 16.-19. september 2009 verður efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík sem einkum hefur það að markmiði að varpa ljósi á þátt skóga og skógræktar í því að efla útivist og lýðheilsu almennings í þéttbýli. Áherslan er á löndin við norðvestanvert Atlantshaf sem eru flest, líkt og Ísland, fremur fátæk af skógum. Engin tilviljun ræður því að Ísland verður fyrir valinu sem vettvangur ráðstefnu af þessum toga. Ísland er eitt mesta "borgríki" Evrópu. Um 94% Íslendinga búa í þéttbýli ("þéttbýli" skilgreint sem byggðakjarni með yfir 200 íbúa). Þótt Ísland sé eitt þeirra Evrópulanda sem er hvað fátækast af skógi (með innan við 1,5% skógarþekju), sýna kannanir að Íslendingar nýta sér skóga í jafn miklum mæli og íbúar nágrannalandanna.  Rannsóknir erlendis gefa til kynna margvísleg jákvæð áhrif útivistar í skógum á heilsu og vellíðan, og þáttur útivistarskóga í því að fullnægja fjölþættum þörfum almennings um menntun, menning og félagslegar þarfir.

 

Ráðstefnan er haldin er í tengslum við formennskuár Íslands í norrænu ráðherranefndinni og eru skipuleggjendur ráðstefnunnar Norrænn samstarfshópur um rannsóknir á útivistargildi skóga (CARe-FOR-US; http://www.sl.life.ku.dk/care-for-us), Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélag Íslands. Ráðstefnan er öllum opin. Innan skamms verður mögulegt að skrá sig á ráðstefnuna og verður skráningin auglýst hér nánar þegar að því kemur.
banner5