Fréttir

18.03.2009

Kolefnisjöfnun Skógræktar ríkisins

Undanfarin ár hefur Skógrækt ríkisins fylgst náið með kolefnislosun stofnunarinnar og skráð niður það kolefni sem faratæki starfsmanna losa á ferðalögum í starfi, þ.e. bæði bifreiðar og flugvélar. Losunin hefur minnkað tvö undanfarin ár og var á síðasta ári samtals 227 tonn.

Meðalvaxinn skógur bindur um 4,4 tonn af kolefni á einu ári á hvern ha. Það þarf því ekki mjög stórt skóglendi til að binda það kolefni sem starfsmenn Skógræktar ríkisins losuðu á síðasta ári, þ.e. aðeins vöxt 52 ha skógar í eitt ár. Slíkt skóglendi myndi þekja um 100 fótboltavelli og er aðeins á stærð við 6% Hallormsstaðarskógar.
banner3