Fréttir

17.03.2009

Umhverfismál og stjórnarskráin

12. stefnumót umhverfisráðuneytisins og Stofnunar Sæmundar fróða fer fram á morgun, miðvikudaginn 18. mars og er yfirskriftin Umhverfismál og stjórnarskráin. Fjallað verður um umhverfis- og auðlindarákvæði í stjórnarskrám.

Eftirfarandi erindi verða flutt:

Hverju breytir stjórnarskrárvernd umhverfisins? Aðalheiður Jóhannesdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í umhverfisrétti.

Í hvaða sæti setjum við umhverfið? Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

Stefnumótin eru opnir fundir um umhverfismál sem efst eru á baugi hverju sinni eru allir velkomnir. Fundurinn verður í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 18. mars kl. 12:00 - 13:30.
banner5