Fréttir

10.03.2009

Hrefna til starfa fyrir Norrænu ráðherranefndina

Hrefna Jóhannesdóttir, sérfræðingur á Mógilsá, hefur verið ráðin í hlutastarf hjá Norrænu ráðherranefndinni frá 15. febrúar 2009.  Starf Hrefnu verður fólgið í verkefnaumsjón fyrir Embættismannanefnd um landbúnað og skógrækt.  Þar að auki felur starfið í sér ábyrgð á því að byggja upp þverfaglegt tengslanet á norðurlöndunum, sérstaklega með tilliti til vinnuhópa sem fjalla um málefni sem eru mikilvæg fyrir umhverfið.

 

Hrefna mun áfram gegna sérfræðingsstörfum á Mógilsá í hálfu starfi.
banner5