Fréttir

04.02.2009

Skógarfugl verpir á Íslandi

  • frett_04022009

Krossnefur, finkutegund sem lifir í skóglendi á norðurhveli jarðar, hefur nú í fyrsta sinn komið ungum sínum á legg hér á landi.

Krossnefur lifir í skógum á norðurhveli jarðar," eins og segir á vefsíðu Náttúrustofnunar Íslands. Karlfuglinn fagurrauður og kvenfuglinn gullleitur, sýnir litla átthagatryggð og flakkar í sumum árum langt út fyrir eiginleg heimkynni sín, étur fræ barrtrjáa og varptíminn, sem er á veturna, ræðst af þroskaferli barrfræjanna. Einkenni og stolt þessa fugls er tilkomumikið nef þar sem skoltarnir ganga á víxl og af því dregur tegundin nafn sitt."

Á hverju ári hefur krossnefur flækst hingað til lands, en hann hefur ekki komið ungum sínum á legg hér áður. Aðeins er vitað um eina varptilraun fyrir 15 árum. Árið 2008 var virkilega gott fræár og þar sem krossnefur lifir á fræi barrtjáa þá verpir hann ekki nema útlit sé fyrir að nóg æti verði til handa ungunum, segir Þröstur Eysteinsson, fuglaáhugamaður og sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins. Þessi flökkufugl mun líklega ekki setjast hér að til frambúðar því ekki er útlit á öðru eins fræári í bráð."


Mynd: Örn Óskarsson
banner3