Fréttir

27.01.2009

Skógarnáskeið í framhaldsnámi Háskóla Íslands

  • frett_27012009

Verkefnið Lesið í skóginn (LÍS) er samstarfsverkefni Skógræktar ríkisins og fjölda skóla og menntastofnanna. Tilgangur verkefnisins er að auka fræðslu um skóga og stuðla að fjölbreyttari kennsluháttum.

Undanfarin ár hefur Menntavísindasvið Háskóli Íslands (áður Kennaraháskóli Íslands) boðið upp á LÍS-námskeið til vals fyrir nemendur í kennaranámi.

Nemendur námskeiðanna, sem að jafnaði hafa verið um þrjátíu á ári, hafa komið komið af ýmsum brautum skólans, s.s. tómstunda-, grunn- og leikskólarbaut. Námskeiðin hafa ávalt verið fullsetin og oft myndast biðlistar. Það sem ýtt hefur undir vinsældir námskeiðanna er fjölbreytileikinn, því bæði er kennt innan og utandyra og mikil áhersla er lögð á verklega þáttinn. Námsmat felst í tálgugripum annars vegar og ritgerð sem fjallar um samþætta kennsluáætlun í skógarumhverfi hins vegar.

Vegna vinsæla LÍS-námskeiðanna var ákveðið að fjölga námskeiðunum, en þau eru öll fullsetin eftir sem áður og því ljóst á áhuginn er mikill. Auk þess var í fyrsta sinn boðið upp á LÍS-námskeið á framhaldsstigi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Fræðilegi hlutinn fær þar meira vægi en eftir sem áður er áhersla lögð á bein verklega vinnu, bæði innan- og utandyra þar sem nemendur fást við raunveruleg verkefni.

Á námskeiðunum hafa nemendur búið til ýmsa nytjahluti úr ferskum viði, bæði til heimilisnota og til kennslu, t.d. í tónmennt, smíðum og skógarfræðslu. Einn nemandinn bjó t.a.m. til margs konar hljóðfæri úr ólíkum trjátegundum og ferskum viði úr grenndarskógi Háskóla Íslands í Öskjuhlíðinni. Í skóginum hafa nemendur auk þess reist grind fyrir stórt tjald, sett upp girðingar á gamla mátann, steikt lummur yfir eldi o.fl. Kennarar námskeiðanna hafa frá upphafi verið þeir Brynjar Ólafsson og Ólafur Oddsson.

 
banner1