Fréttir

02.05.2018

Nýr vefur: Skogur.is fær andlitslyftingu

Nýr vefur Skógræktarinnar er nú í vinnslu. Vefurinn fær nýtt útlit, bryddað verður upp á nýjungum, vefurinn gerður aðgengilegri fyrir snjalltæki og fleira. Meðan á yfirfærslunni stendur verður tímabundið lát á fréttaflutningi og öðrum uppfærslum vefsins.

Vonast er til að nýi vefurinn verði kominn í loftið um miðjan maí en mögulega dregst það lengra fram eftir mánuðinum. Á meðan eru allar síður eldri vefsins virkar en engar uppfærslur eða breytingar eru mögulegar. Skógræktin biður notendur vefsins að sýna biðlund og þolinmæði.

Ábendingar um villur eða lagfæringar sem gera þarf á texta eða upplýsingum á vefnum eru ávallt vel þegnar. Við lofum líflegum fréttaflutningi, fræðslu, upplýsingum og samskiptum þegar nýi vefurinn verður kominn í gang. Á meðan bendum við á Facebook-síðu Skógræktarinnar: https://www.facebook.com/skograekt/

Vefstjóri
banner4