Fréttir

23.08.2017

Samið við Skógræktina um kolefnisbindingu

Ætlað ferðaþjónustunni og fleirum sem áhuga hafa

  • Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga, undirrita samninginn. Að baki þeim Ólöf Sigurbjartsdóttir, Vala Garðarsdóttir og Aðalheiður Bergfoss.

Skógræktin og Landskógar ehf. hafa gert með sér samkomulag um skógrækt til kolefnisbindingar. Landsskógar ehf. hyggjast afla fjármagns til kolefnisbindingar með skógrækt, ekki síst frá aðilum í ferðaþjónustu sem áhuga hafa á slíkum verkefnum.

Hlutverk Skógræktarinnar verður að rækta sjálfan skóginn í löndum stofnunarinnar. Ekki hefur verið ákveðið hvar þeir skógar verða ræktaðir en fram undan er vinna við að skipuleggja það. Fyrirhugað er að árlega verði gerður framkvæmdasamningur um ræktun fyrir þá upphæð sem Landsskógar safna.

Á meðfylgjandi mynd sjást Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf., og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri undirrita samninginn. Ólöf Sigurbjartsdóttir, Vala Garðarsdóttir og Anna Pálína Jónsdóttir fylgjast með.
banner5