Fréttir

27.07.2017

Tré ársins er beykitré í Hellisgerði

Allt áhugafólk um tré og skóga hvatt til að mæta

  • Fallegt beykitré í Hellisgerði í Hafnarfirði verður útnefnt tré ársins hjá Skógræktarfélagi Íslands kl. 15 á laugardag. Mynd: S.Í.
Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við IKEA á Íslandi, útnefnir beyki, Fagus sylvatica, í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017, við hátíðlega athöfn laugardaginn 29. júlí kl. 15:00. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Allir velkomnir – skógaráhugafólk er sérstaklega hvatt til að mæta!banner3